Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan. Umhverfismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira