Gæti orðið frjáls ferða sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2020 12:26 Maðurinn huldi andlit sitt við þingfestingu málsins í morgun. vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00