Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2020 09:56 Málið verður til meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands eftir helgi þar sem ákærðu koma fyrir dóminn. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira