Mulningsvél KR komst í gang Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:03 Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var viðureign stórveldanna KR og Fylkis. Lið Fylkis var á heimavelli og völdu þeir kortið Train. KR mættu ferskir til leiks og tóku fyrstu lotuna á sannfærandi máta með flókinni fléttu. Strax í annari lotu tók Fylkir áhættu þegar þeir þvinguðu kaup en það margborgaði sig þegar þeir stálu vopnum og lotunni af KR. Með stíganda eftir djarfa spilamennsku brýtur vörn Fylkis hverja sókn KR á fætur annarri. KR náði fyrst að tengja saman tvær lotur eftir að þeir tóku stutt leikhlé en lítið bit var á sóknunum. Leikmaður Fylkis Skipid (Tumi Geirsson) var í hlutverki akkeris á sprengjusvæði B. En hann spilaði mikilvægt hlutverk í að stoppa KR-ingana sem sækja gjarnan þangað. Þegar KR náði opnunarfellunum féllu loturnarnar með þeim en þökk sé þéttum varnarleik Fylkis voru þær lotur fáar. Staðan í hálfleik var Fylkir 9 - 6 KR. Seinni hálfleikur hófst og steig fram sterk vörn KR. Sóknarleikur Fylkis skall ítrekað á varnarveggnum. Flétturnar frá Fylki voru ekki sannfærandi og þegar þær náðu biti var það einstaklingsframtakið sem skilaði því. KR-ingar hinsvegar spiluðu glæsilega sem lið, ef þeir misstu mann þá svöruðu þeir og aðlöguðu vörnina. Þrátt fyrir einhliða seinni hálfleik voru nokkrar hnífjafnar lotur sem hefðu KR-ingar ekki hrifsað þær til sín hefðu getað hleypt Fylki aftur inn í leikinn. Lokastaðan Fylkir 9 - 16 KR Critical maður leiksins var Midgard. Fylkir KR Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti
Áttunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var viðureign stórveldanna KR og Fylkis. Lið Fylkis var á heimavelli og völdu þeir kortið Train. KR mættu ferskir til leiks og tóku fyrstu lotuna á sannfærandi máta með flókinni fléttu. Strax í annari lotu tók Fylkir áhættu þegar þeir þvinguðu kaup en það margborgaði sig þegar þeir stálu vopnum og lotunni af KR. Með stíganda eftir djarfa spilamennsku brýtur vörn Fylkis hverja sókn KR á fætur annarri. KR náði fyrst að tengja saman tvær lotur eftir að þeir tóku stutt leikhlé en lítið bit var á sóknunum. Leikmaður Fylkis Skipid (Tumi Geirsson) var í hlutverki akkeris á sprengjusvæði B. En hann spilaði mikilvægt hlutverk í að stoppa KR-ingana sem sækja gjarnan þangað. Þegar KR náði opnunarfellunum féllu loturnarnar með þeim en þökk sé þéttum varnarleik Fylkis voru þær lotur fáar. Staðan í hálfleik var Fylkir 9 - 6 KR. Seinni hálfleikur hófst og steig fram sterk vörn KR. Sóknarleikur Fylkis skall ítrekað á varnarveggnum. Flétturnar frá Fylki voru ekki sannfærandi og þegar þær náðu biti var það einstaklingsframtakið sem skilaði því. KR-ingar hinsvegar spiluðu glæsilega sem lið, ef þeir misstu mann þá svöruðu þeir og aðlöguðu vörnina. Þrátt fyrir einhliða seinni hálfleik voru nokkrar hnífjafnar lotur sem hefðu KR-ingar ekki hrifsað þær til sín hefðu getað hleypt Fylki aftur inn í leikinn. Lokastaðan Fylkir 9 - 16 KR Critical maður leiksins var Midgard.
Fylkir KR Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti