Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2020 21:29 Rekið í almenninginn í Landréttum í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56