Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2020 19:00 Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór. Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór.
Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira