Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2020 18:15 Orri Hauksson er stjórnarformaður Isavia. Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna. visir/vilhelm/isavia Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. Launavísitala hefur á sama tímabili, frá 2016, hækkað um rúm 25 prósent. Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna. Sá réttur hafði verið tekinn af þeim eftir hrunið. Fjármála- og efnahagsráðuneytið átti að birta laun forstjóra og framkvæmdastjóra opinberra hlutafélaga eða stofnanna en frá 2016 hefur það aldrei verið gert. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins, sem byggir á fyrirspurn til ráðuneytisins. Árið 2016 voru laun forstjóra Isavia 1,6 milljón króna. Þau voru hækkuð í 2,5 milljónir 2018 en eru nú tæpar þrjár milljónir króna á mánuði. Björn Óli Hauksson var forstjóri Isavia en Sveinbörn Indriðason tók við starfinu í fyrra. Nokkur störf eru tekin út fyrir sviga í frétt VB og næstur á eftir forstjóra Isavia er forstjóri Póstsins. Þar voru laun forstjóra 1,4 milljónir árið 2016 en eru nú 2,2 og hafa þau því hækkað um 56 prósent. Í fundargerðum stjórnar Póstsins segir að árið 2016, þegar laun forstjóra Isavia voru hækkuð, fór Ingimundur Sigurpálsson, þáverandi forstjóri Póstsins ,fram á launahækkun. Hann sat einnig í stjórn Isavia og var samkvæmt VB var hann ekki sáttur við launahækkun um 600 þúsund krónur, vegna þess hve há launahækkun forstjóra Isavia hafði verið. Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki hækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. Launavísitala hefur á sama tímabili, frá 2016, hækkað um rúm 25 prósent. Starfið þar sem laun hafa hækkað mest eru starf forstjóra Isavia en það hefur hækkað um rúm 87 prósent frá 2016, þegar æðstu ríkisstjórnendur fengu aftur samningsrétt við stjórnir umræddra hlutafélaga og stofnanna. Sá réttur hafði verið tekinn af þeim eftir hrunið. Fjármála- og efnahagsráðuneytið átti að birta laun forstjóra og framkvæmdastjóra opinberra hlutafélaga eða stofnanna en frá 2016 hefur það aldrei verið gert. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins, sem byggir á fyrirspurn til ráðuneytisins. Árið 2016 voru laun forstjóra Isavia 1,6 milljón króna. Þau voru hækkuð í 2,5 milljónir 2018 en eru nú tæpar þrjár milljónir króna á mánuði. Björn Óli Hauksson var forstjóri Isavia en Sveinbörn Indriðason tók við starfinu í fyrra. Nokkur störf eru tekin út fyrir sviga í frétt VB og næstur á eftir forstjóra Isavia er forstjóri Póstsins. Þar voru laun forstjóra 1,4 milljónir árið 2016 en eru nú 2,2 og hafa þau því hækkað um 56 prósent. Í fundargerðum stjórnar Póstsins segir að árið 2016, þegar laun forstjóra Isavia voru hækkuð, fór Ingimundur Sigurpálsson, þáverandi forstjóri Póstsins ,fram á launahækkun. Hann sat einnig í stjórn Isavia og var samkvæmt VB var hann ekki sáttur við launahækkun um 600 þúsund krónur, vegna þess hve há launahækkun forstjóra Isavia hafði verið.
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki hækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira