Snillingur og furðufugl sem þoldi ekki fúskara Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 10:31 Laddi, Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns minntust Gísla Rúnars með fallegum orðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann. Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann.
Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira