Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 08:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“ Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30