Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2020 21:30 Åsa Keim og Joakim Keim koma frá Gautaborg í Svíþjóð. Stöð 2/Einar Árnason. Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent