Þjóðir setja Ísland vafalaust á rauða lista Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2020 18:17 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær þegar tekin voru um 4.500 innanlandssýni. Þar greindust 57 smitaðir og voru 29 þeirra ekki í sóttkví. Samkvæmt því greindust um eitt prósent þeirra sem mættu í sýnatöku með veiruna. Þrátt fyrir að smituðum hafi fjölgað milli daga bendir sóttvarnarlæknir á að hlutfall þeirra í samhengi við heildarfjölda sýna fari lækkandi. „Þannig þetta er ekki mjög útbreitt. Þetta eru einhverjir pottar hér og þar en veiran er þó búin að fara víða og getur verið að skjóta upp kollinum af og til," segir Þórólfur Guðnason. Það stefnir í að álíka mörg sýni verði tekin í dag og Þórólfur býst við að fjöldi smitaðra haldist nokkuð stöðugur næstu daga. Sérstaklega í ljósi þess að um 2.400, sem hafa verið útsettir fyrir smiti og gætu þar með veikst, eru í sóttkví. „Það tekur bara langan tíma að ná þessu alveg niður. Við erum að halda í horfinu allavega og þetta er ekki að fara upp í neinum veldisvexti. Það er það sem skiptir mestu máli," segir hann. Skólastarfsemi er víða lömuð að einhverju leyti. Allir starfsmenn og nemendur Tjarnarskóla eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn og tveir nemendur greindust með veiruna. Í gær voru alls um 320 nemendur og 43 starfsmenn í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu í sóttkví. Nýgengni smita, það er fjöldi nýrra tilfella síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, hefur rokið upp síðustu daga og er nú um 83. Þórólfur segir þessa tölu víða fara hækkandi en að Ísland muni þó líklega lenda á rauðum listum þjóða. Strangari reglur muni því gilda um ferðamenn sem hafa verið hér. „Ég veit að Bretar hafa verið að spá í því og vafalaust einhverjar fleiri þjóðir," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira