Tölur sýna samdráttinn í ferðaþjónustunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 09:21 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira