Ræddu skot Óskars Hrafns á Ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2020 11:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt aðstoðarmanni sínum, Halldóri Árnasyni. vísir/hag Í Pepsi Max stúkunni í gær ræddu þeir Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson um ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtali við mbl.is, eftir tapið fyrir KR, 0-2, á mánudaginn. Þar virtist Óskar skjóta á forvera sinn í starfi þjálfara Breiðabliks, Ágúst Gylfason. „Við höfum tekið miklum framförum á ákveðnum sviðum en liðið hefur hafnað í öðru sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og krafan er og verður alltaf að gera betur. Það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikil innistæða var fyrir þeim árangri en svona er heimurinn sem við lifum í. Við erum á ákveðinni vegferð en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir tekur þetta of langan tíma og við þurfum að reyna hraða þessu ferli,“ sagði Óskar. Hjörvar hnaut aðeins um það þegar Óskar efaðist um innistæðuna fyrir árangri Breiðabliks tímabilin 2018 og 2019. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ósammála Óskari frá því tímabilið hófst. Þarna segist hann ekki vera viss um innistæðuna fyrir því sem Ágúst gerði. Ágúst tók við liði Breiðabliks sem lenti í 6. sæti 2016 og 2017 og skilaði þeim í 2. sæti tvö ár í röð og í bikarúrslit, skoraði flest mörk í fyrra og seldi fullt af leikmönnum,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max stúkunni í gær. „Mér finnst þetta skrítið því ég hef heyrt Óskar vera jákvæðan í garð þess sem Ágúst skildi eftir sig. Þetta kom mér svolítið á óvart. Það má ekki gera lítið úr því að Ágúst sýndi mikinn stöðugleika með Breiðablik. Nú eru þeir að fara í nýjar áttir og prófa öðruvísi tegund af fótbolta. Það var vitað að þetta yrði einhvers staðar erfitt á leiðinni og akkúrat núna er þetta pínu erfitt.“ Strákarnir í Pepsi Max stúkunni báru svo saman árangur Breiðabliks gegn bestu liðum landsins í ár og í fyrra. Óhætt er að segja að samanburðurinn sé Blikaliðinu í fyrra í hag. „Það sem vekur mestan áhuga hjá mér er fyrirsögnin þar sem hann talar um að bomba hausnum endalaust við steininn. Úr því mætti lesa að menn ættu kannski að skipta um kúrs og hvort þetta sé vonlaust verkefni. Það gefur því undir fótinn,“ sagði Sigurvin. „Svo kemur það sem Hjörvar var að tala um áðan, sem er eins og pilla í garð fyrrverandi þjálfara og hans aðferð hafi skilað þeim einhverjum stigum en mér finnst hann vera að gefa í skyn að það hafi ekki verið nein framtíð í því.“ Breiðablik er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli annað kvöld. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um ummæli Óskars Hrafns Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Í Pepsi Max stúkunni í gær ræddu þeir Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson um ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtali við mbl.is, eftir tapið fyrir KR, 0-2, á mánudaginn. Þar virtist Óskar skjóta á forvera sinn í starfi þjálfara Breiðabliks, Ágúst Gylfason. „Við höfum tekið miklum framförum á ákveðnum sviðum en liðið hefur hafnað í öðru sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og krafan er og verður alltaf að gera betur. Það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikil innistæða var fyrir þeim árangri en svona er heimurinn sem við lifum í. Við erum á ákveðinni vegferð en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir tekur þetta of langan tíma og við þurfum að reyna hraða þessu ferli,“ sagði Óskar. Hjörvar hnaut aðeins um það þegar Óskar efaðist um innistæðuna fyrir árangri Breiðabliks tímabilin 2018 og 2019. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ósammála Óskari frá því tímabilið hófst. Þarna segist hann ekki vera viss um innistæðuna fyrir því sem Ágúst gerði. Ágúst tók við liði Breiðabliks sem lenti í 6. sæti 2016 og 2017 og skilaði þeim í 2. sæti tvö ár í röð og í bikarúrslit, skoraði flest mörk í fyrra og seldi fullt af leikmönnum,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max stúkunni í gær. „Mér finnst þetta skrítið því ég hef heyrt Óskar vera jákvæðan í garð þess sem Ágúst skildi eftir sig. Þetta kom mér svolítið á óvart. Það má ekki gera lítið úr því að Ágúst sýndi mikinn stöðugleika með Breiðablik. Nú eru þeir að fara í nýjar áttir og prófa öðruvísi tegund af fótbolta. Það var vitað að þetta yrði einhvers staðar erfitt á leiðinni og akkúrat núna er þetta pínu erfitt.“ Strákarnir í Pepsi Max stúkunni báru svo saman árangur Breiðabliks gegn bestu liðum landsins í ár og í fyrra. Óhætt er að segja að samanburðurinn sé Blikaliðinu í fyrra í hag. „Það sem vekur mestan áhuga hjá mér er fyrirsögnin þar sem hann talar um að bomba hausnum endalaust við steininn. Úr því mætti lesa að menn ættu kannski að skipta um kúrs og hvort þetta sé vonlaust verkefni. Það gefur því undir fótinn,“ sagði Sigurvin. „Svo kemur það sem Hjörvar var að tala um áðan, sem er eins og pilla í garð fyrrverandi þjálfara og hans aðferð hafi skilað þeim einhverjum stigum en mér finnst hann vera að gefa í skyn að það hafi ekki verið nein framtíð í því.“ Breiðablik er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli annað kvöld. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um ummæli Óskars Hrafns
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00
Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18