Sara vitnaði í Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 10:01 Sara Sigmundsdóttir með Mola sínum en til hægri er Kobe Bryant. Samsett/Instagram/Getty Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu. CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Þriðja árið í röð voru heimsleikarnir mikil vonbrigði fyrir íslensku CrossFit konuna Sara Sigmundsdóttir. Sara gerði upp helgina með því að vitna í Kobe heitinn Bryant. Fyrir heimsleikana um helgina þá bjuggust flestir CrossFit sérfræðingar við því að sjá íslensku CrossFit konuna Söru Sigmundsdóttur ná einu af efstu fimm sætunum. Sara er búin að eiga frábært tímabil og var sú sem flestir töldu að ætti mestu möguleikana á að ógna Tiu-Clair Toomey á toppnum. Niðurstaðan var hins vegar allt önnur. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 21. sæti á heimsleikunum og var sextán sætum og 170 stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin. Hún var í hópi neðstu keppenda frá fyrstu grein og það breyttist ekki eftir það. Sara Sigmundsdóttir gerði upp helgina á Instagram síðu sinni með mynd af sér með Mola sínum og með því að vitna í bandaríska körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram There is always going to be adversity. There are always going to be challenges. And those are all opportunites to rise above. - Kobe Bryant Thank you everyone who made this weekend happen, and thank you all for the love and support A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 22, 2020 at 2:36pm PDT „Það mun alltaf vera mótbyr. Það verða alltaf áskoranir. Það gefur manni um leið tækifæri til að ná enn hærra,“ vitnaði Sara í Kobe Bryant. „Þakkir til allra sem sáu til þess að þessi helgi gat farið fram. Þakkir líka fyrir alla ástina og allan stuðninginn,“ skrifaði Sara. Sara Sigmundsdóttir mun vonandi halda áfram að vinna í sínum málum. Hún hefur átt hvert frábæra tímabilið á fætur öðru en heimsleikarnir ætla að reynast henni afar erfiðir. Sara varð að hætta keppni á heimsleikunum 2019, náði ekki niðurskurðinum í fyrra og endar nú svona langt á eftir þeim bestu.
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira