Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 17:44 Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira