Mínútu þögn í stað þess að krjúpa Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 14:01 Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð í kvöld eftir stórsigur gegn Lettlandi á fimmtudag. Mínútu þögn verður fyrir leikinn til minningar um fyrrverandi formann sænska knattspyrnusambandsins. VÍSIR/VILHELM Leikmenn íslenska og sænska landsliðsins í fótbolta hugðust krjúpa á hné fyrir stórleikinn á Laugardalsvelli í kvöld, til stuðnings réttindabaráttu svartra, en hafa hætt við. Þess í stað verður einnar mínútu þögn. Sænska liðið kraup fyrir leik sinn við Ungverjaland síðasta fimmtudag, og hlaut einhverja gagnrýni fyrir, en Caroline Seger sagði í samtali við Vísi í hádeginu í gær að leikurinn yrði endurtekinn á Laugardalsvelli í dag. Sænska liðið væri lið sem berðist fyrir mannréttindum. Og íslenska liðið ætlaði einnig að krjúpa: „Við auðvitað tökum þátt í því ef að það er gert og styðjum þessa baráttu. Engin spurning,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, sem raunar er samherji Seger hjá Rosengård í Svíþjóð. Klippa: Glódís hugðist krjúpa En skömmu eftir að Seger ræddi við Vísi bárust fréttir af því að Lars-Åke Lagrell, sem var formaður sænska knattspyrnusambandsins í yfir 20 ár, væri látinn, 80 ára að aldri. Till minne av Lars-Åke Lagrell Svenska Fotbollförbundets meste och starkaste förbundsordförandehttps://t.co/ZLe126Eoz5 pic.twitter.com/aw8kcT2e0z— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) September 21, 2020 Lagrell er talinn eiga stóran þátt í sterkri stöðu knattspyrnu kvenna í Svíþjóð og nú hefur sænska knattspyrnusambandið tilkynnt að í stað þess að leikmenn krjúpi fyrir leikinn í kvöld, verði einnar mínútu þögn til minningar um Lagrell. Bæði lið munu heiðra minningu hans. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst kl. 18 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Spái ekki í það hvar fólk á heima þegar ég vel byrjunarliðið Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tekst á við sína stærstu áskorun á þjálfaraferlinum til þessa þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:46 Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“ „Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:01 Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Leikmenn íslenska og sænska landsliðsins í fótbolta hugðust krjúpa á hné fyrir stórleikinn á Laugardalsvelli í kvöld, til stuðnings réttindabaráttu svartra, en hafa hætt við. Þess í stað verður einnar mínútu þögn. Sænska liðið kraup fyrir leik sinn við Ungverjaland síðasta fimmtudag, og hlaut einhverja gagnrýni fyrir, en Caroline Seger sagði í samtali við Vísi í hádeginu í gær að leikurinn yrði endurtekinn á Laugardalsvelli í dag. Sænska liðið væri lið sem berðist fyrir mannréttindum. Og íslenska liðið ætlaði einnig að krjúpa: „Við auðvitað tökum þátt í því ef að það er gert og styðjum þessa baráttu. Engin spurning,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, sem raunar er samherji Seger hjá Rosengård í Svíþjóð. Klippa: Glódís hugðist krjúpa En skömmu eftir að Seger ræddi við Vísi bárust fréttir af því að Lars-Åke Lagrell, sem var formaður sænska knattspyrnusambandsins í yfir 20 ár, væri látinn, 80 ára að aldri. Till minne av Lars-Åke Lagrell Svenska Fotbollförbundets meste och starkaste förbundsordförandehttps://t.co/ZLe126Eoz5 pic.twitter.com/aw8kcT2e0z— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) September 21, 2020 Lagrell er talinn eiga stóran þátt í sterkri stöðu knattspyrnu kvenna í Svíþjóð og nú hefur sænska knattspyrnusambandið tilkynnt að í stað þess að leikmenn krjúpi fyrir leikinn í kvöld, verði einnar mínútu þögn til minningar um Lagrell. Bæði lið munu heiðra minningu hans. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst kl. 18 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Spái ekki í það hvar fólk á heima þegar ég vel byrjunarliðið Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tekst á við sína stærstu áskorun á þjálfaraferlinum til þessa þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:46 Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“ „Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:01 Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31 „Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48 Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22 Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Spái ekki í það hvar fólk á heima þegar ég vel byrjunarliðið Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tekst á við sína stærstu áskorun á þjálfaraferlinum til þessa þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:46
Risastór prófraun fyrir Ísland: „Finnst að við eigum að geta náð þeim“ „Við höfum verið að bíða eftir svona alvöru leik í smá tíma, svo við erum mjög spenntar,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fyrir stórleikinn við Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 12:01
Þjálfari Svía: Íslenska liðið spilar svolítið líkt okkur Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Peter Gerhardsson, segir leitt að geta ekki skoðað sig um í Reykjavík vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir sænska liðið bera virðingu fyrir því íslenska fyrir toppslaginn í kvöld. 22. september 2020 08:31
„Sem betur fer er samkeppnin um stöður mikil“ Jón Þór Hauksson, íslenski landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með samkeppnina í íslenska landsliðinu og er ekki hræddur að velja byrjunarliðið fyrir leikinn stóra annað kvöld. 21. september 2020 19:48
Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. 21. september 2020 15:22
Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. 21. september 2020 13:28