Matarverð hækkar umtalsvert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:04 Verð á eplum hefur hækkað um þrjátíu prósent. Vísir/stefán Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús. Verslun Neytendur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús.
Verslun Neytendur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira