Mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir Alzheimer Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. september 2020 22:57 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Vísir/Egill Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Kona með Alzheimer og eiginmaður hennar segja gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti þeim sem þurfa fram hjálparhönd. Ellý Katrín greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Hún starfaði þá sem borgarritari. Eftir greininguna vann hún í hlutastarfi á umhverfissviði þar til í fyrra. Hún ákvað strax að vera hreinskilin um sjúkdóminn. „Það var svo mikið pukur um þennan sjúkdóm. Hann er náttúrulega erfiður þessi sjúkdómur,“ segir Ellý, en bætir við að það hafi hjálpað henni gríðarlega mikið að opna sig. „Svo eru það þessi verkefni sem fyrir okkur eru einföld verkefni, en verða svolítið flóknari. Eins og að leggja á borð, hvert diskurinn fer og í hvaða röð hnífapörin fara niður,“ segir Magnús Karl Magnússon, eiginmaður Ellýar. Ellý hafi gert ferlið auðveldara með því að vera ekki að fela neitt. „Hreinskilnin gefur fólki tækifæri á að sýna ást og umhyggju og kannski minna á að þegar svona stór leyndardómur er þá verða einfaldar spurningar eins og „hvernig hefur þú það?“ flóknar þegar stærsta fréttin er ósögð,“ segir Magnús. Í dag er alþjóðlegi Alzheimerdagurinn. Ellý og Magnús héldu fyrirlestur á rafrænni málstofu Alzheimersamtakanna í tilefni dagsins. Yfirskrift málstofunnar er styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Magnús segir gríðarlega mikilvægt að fólk sé vakandi um sjúkdóminn og rétti fram hjálparhönd til dæmis í matvöruverslunum. „Eins og þið sjáið, Ellý lítur ekki út eins og hún sé sjúklingur. Þetta er ósýnilegur sjúkdómur að mörgu leyti þannig að fólk þarf að vera vakandi. Það þarf ekki endilega að spyrja hvort það sé með heilabilun heldur hvort það geti aðstoðað þegar fólk sér að einhver veit ekki alveg hvað hann á að gera.“ Hann hvetur alla til að gerast svokallaðir heilavinir, fólk þurfi ekki að hræðast Alzheimer. „Fólk er hrætt við þennan sjúkdóm. Við þurfum bara að tala um hann eins og hverja aðra sjúkdóma – lífið heldur áfram.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira