Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 15:22 Caroline Seger var tolleruð eftir að Svíþjóð vann England í leiknum um bronsverðlaunin á HM í fyrra. vísir/getty Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland EM 2021 í Englandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti