Vísindamenn og lyfjaframleiðendur um allan heim keppast þessa dagana við að þróa og prófa bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Aldrei áður hefur verið unnið eins hratt að því að koma bóluefni á markað og stefnt er að nú og er rík áhersla lögð á að það verði aðgengilegt öllum. Þó eru uppi áhyggjur af því, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun BBC sem birt var á dögunum, að ríkari þjóðir heims muni „vinna kapphlaupið“ um bóluefni á kostnað vanþróaðri ríkja. Þá verður ekki nóg af bóluefni til að byrja með fyrir alla jarðarbúa. Í umfjöllun BBC er reynt að svara ýmsum spurningum um þróun bóluefnis við kórónuveirunni og við hverju má búast þegar það kemur loks á markað. Umfjöllun Vísis sem hér fer á eftir byggir á fyrrnefndri umfjöllun BBC og annarri til sem og fréttaskýringu The Washington Post sem er uppfærð reglulega. Hvenær megum við búast við að bóluefni komi á markað? Þúsundir einstaklinga eru nú þátttakendur í prófunum sem ganga út á það að kanna hvaða bóluefni mun vernda okkur gegn Covid-19. Ferli sem vanalega tekur allt upp í tíu ár og jafnvel enn lengur, frá fyrstu rannsóknum og þar til bóluefni er afhent, á nú aðeins að taka mánuði. Í Rússlandi er bóluefnið Sputnik V í þróun og prófunum. Yfirvöld í landinu hafa sagt að sjúklingar sem hafi fengið bóluefnið hafi sýnt merki um ónæmissvörun. Stefnt sé að því að hefja bólusetningar hjá fjölda fólks strax í október. Myndin er tekin í Rússlandi í síðustu viku þar sem verið er að bólusetja konu gegn Covid-19 með bóluefninu Sputnik V.Getty/Sefa Karacan Þá fullyrða yfirvöld í Kína að þeim hafi tekist að þróa bóluefni sem her landsins muni fá á næstunni en ýmsir hafa viðrað áhyggjur af því hversu hratt þessi bóluefni hafa verið þróuð og framleidd. Hvorugt bóluefnanna er á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) yfir þau bóluefni sem eru komin á þriðja stig prófana en á þriðja stigi eru efnin prófuð á tugum þúsunda einstaklinga. Sumir þeirra lyfjaframleiðanda sem eru komnir hvað lengst í prófunum vonast til að fá samþykki fyrir sínu bóluefni við lok þessa árs. WHO hefur aftur á móti sagt að ekki sé búist við því að bólusetning við Covid-19 verði orðin víðtæk á heimsvísu fyrr en um mitt næsta ár. Breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca, sem þróar og prófar bóluefni í samstarfi við Oxford-háskóla, hefur aukið við framleiðslugetu sína á heimsvísu og hefur samþykkt að afhenda breskum yfirvöldum 100 milljón skammta, takist að koma bóluefninu á markað. Á heimsvísu gæti fyrirtækið svo mögulega afhent tvo milljarða skammta. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech búast við að geta sótt um leyfi fyrir bóluefni sem þau eru að þróa strax í október. Verði bóluefnið samþykkt búast fyrirtækin við að framleiða allt að 100 milljón skammta fyrir árslok og mögulega meira en 1,3 milljarða skammta fyrir lok árs 2021. Þá eru hafnar klínískar rannsóknir á um fjörutíu bóluefnum til viðbótar en lyfjafyrirtækjunum mun ekki öllum takast ætlunarverk sitt. Almennt skila aðeins um 10% rannsókna og prófana á bóluefnum árangursríku bóluefni. Vonir standa þó til þess að samtakamátturinn vegna Covid-19 auki líkurnar nú. Er eitthvað alþjóðlegt bóluefnisverkefni í gangi? Já, verkefnið heitir Covax og er leitt af WHO. Því er ætlað að jafna leikinn, ef svo má að orði komast, þegar kemur að aðgengi að bóluefni. Í vikunni var það staðfest að 64 hátekjulönd, Ísland þar á meðal, taka þátt í fjármögnun verkefnisins sem hefur það að markmiði að styðja við rannsóknir á bóluefni auk þess að tryggja sanngjarna og jafna dreifingu bóluefnis þegar það er tilbúið. Alls taka 156 lönd þátt í Covax en athygli vekur að Bandaríkin eru ekki þar á meðal. Þá eru Kína og Rússland heldur ekki þátttakendur í verkefninu. Alls hafa níu framleiðendur verið valdir til þess að taka þátt í Covax og er vonast til þess að minnsta kosti einn framleiðandi komi bóluefni á markað svo búið verði að afhenda tvo milljarða skammta við lok árs 2021. „Við viljum að hlutirnir verði öðruvísi með bólusetningar gegn Covid-19,“ segir Dr Seth Berkley, forstjóri Gavi, alþjóðasamtaka um bólusetningar barna, sem taka þátt í Covax. „Ef aðeins ríkustu lönd heims eru varin fyrir veirunni þá mun áhrifa faraldursins gæta áfram á alþjóðaviðskipti og alþjóðasamfélagið í heild sinni þar sem veiran mun halda áfram að fara um heimsbyggðina,“ segir Berkley. watch on YouTube Hvað mun bóluefni kosta? Á meðan milljörðum dollara er varið í að þróun og prófanir á bóluefni er milljónum til viðbótar heitið til þess að kaupa og dreifa efninu. Það fer eftir tegund bóluefnisins, framleiðandanum og hversu margir skammtar eru pantaðir hvað hver skammtur kostar mikið. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur til dæmis sagt að hver skammtur af mögulegu bóluefni þeirra muni kosta á bilinu 32 til 37 dollara sem samsvarar um 4.400 til 5.100 krónum íslenskum á gengi dagsins í dag. AstraZeneca hefur sagt að það muni selja sitt bóluefni á kostnaðarverði á meðan heimsfaraldurinn geisar en kostnaðarverðið er nokkrir dollarar. Þá hyggst lyfjaframleiðandinn Serum Institute of India (SSI) ekki selja skammtinn af sínu bóluefni á meira en þrjá dollara, en SSI hefur fengið 150 milljónir dollara frá Gavi og góðgerðastofnun Bill og Melindu Gates til þess að framleiða og dreifa allt að 100 milljón skömmtum af bóluefni í Indlandi og lágtekjulöndum. Einnig má líta til Covax til að reyna að glöggva sig á kostnaðinum. Til dæmis kom fram í tilkynningu stjórnvalda vegna verkefnisins að framlag Íslands og Noregs hljóði upp á 7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna. Þetta jafngildir tveimur milljónum skömmtum af bóluefni sem þýðir þá að kostnaðurinn við hvern skammt er 3,5 dollarar eða um 485 krónur íslenskar. Reiknað er með því að almenningur muni í fæstum tilfellum þurfa að standa straum af kostnaðinum við bólusetningu heldur muni hið opinbera og góðgerðarsamtök greiða fyrir bóluefnið. watch on YouTube Hverjir verða bólusettir fyrst? „Hver samtök eða þjóð fyrir sig verður að ákveða hverja á að bólusetja fyrst og hvernig það verður gert,“ segir Mene Pangalos, forstjóri AstraZeneca, í samtali við BBC. Þar sem ekki verður nóg af bóluefni fyrir alla fyrst um sinn eftir að það kemur á markað er líklegt að forgangsraðað verði í þágu heilbrigðisstarfsmanna auk þess sem reynt verði að draga úr dánartíðni Covid-19. Áætlunin sem unnið er eftir nú er sú að þau ríki sem taka þátt í Covax, hvort sem um er að ræða hátekju- eða lágtekjulönd, fái nægt bóluefni til að bólusetja 3% þjóðarinnar. Það ætti að duga til þess að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfar í velferðarþjónustu. Þegar meira bóluefni kemur svo á markað verður væntanlega hægt að bólusetja 20% þjóðarinnar. Þá yrði forgangsraðað, að því er fram kemur í umfjöllun BBC, í þágu þeirra sem eru eldri en 65 ára og í þágu annarra viðkvæmra hópa. Eftir að allir hafa síðan fengið nægt bóluefni til þess að bólusetja 20% þjóðarinnar yrði bóluefninu dreift samkvæmt öðrum skilyrðum, meðal annars með tilliti til þess hversu berskjölduð ríki eru fyrir Covid-19 og hversu mikil ógn sjúkdómurinn er á hverjum stað. Ljóst er að fyrst þegar bóluefni kemur á markað verður ekki nóg til fyrir alla heimsbyggðina. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk í félags- og velferðarþjónustu verði bólusett fyrst.Grafík/Hjalti Dr. Mariângela Simão, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá WHO, segir nauðsynlegt að spyrna við fótunum gagnvart því sem kalla má bóluefna-þjóðernishyggju, það er að hvert og eitt ríki hugsi bara um sig og sína hagsmuni. „Áskorunin verður sú að allir hafi jafnan aðgang að bóluefni, að öll lönd hafi aðgang að bóluefni, ekki bara þau sem geta borgað meira,“ segir Simão. Þá minnir hún á að það eina sem sé öruggt er að það verði ekki nóg af bóluefni fyrir alla. Samkvæmt Gavi munu ríkari þjóðir heims geta pantað bóluefni til þess að bólusetja 10-50% þjóðarinnar. Ekkert land muni þó fá fleiri skammta en dugi til að bólusetja 20% þjóðarinnar þar til allir þátttakendur í Covax-verkefninu hafi einmitt fengið nógu marka skammta til að bólusetja 20% landsmanna. Hvernig er bóluefni dreift um heiminn? Þegar bóluefni er svo loksins tilbúið þarf að dreifa því um heiminn. Alþjóðaheilbrigðisstofnun, UNICEF og samtökin Læknar án landamæra eru með verkferla fyrir bóluefnisverkefni um allan heim en lykilatriðið í flutningi og dreifingu bóluefnis er hin svokallaða „kalda keðja“. Með köldu keðjunni er tryggt að hitastig bóluefnis haldist rétt frá verksmiðju alla leið á áfangastað. Bóluefni þurfa vanalega að vera í kæli þar sem hitastigið er á milli tvær og átta gráður. Það er ekki svo mikil áskorun í þróuðum ríkjum en getur verið mjög flókið verkefni í löndum þar sem innviðir eru veikir og ef til vill ekki að hægt að treysta á rafmagn og kælingu. Kælikeðjan svokallaða er í nokkrum skrefum. Það getur reynst mikil áskorun að halda réttu hitastigi á bóluefni í vanþróaðri ríkjum þar sem innviðir eru veikari og aðgangur að rafmagni ekki alls staðar að tryggður.Grafík/Hjalti „Það er nú þegar ein stærsta áskorunin að halda réttu hitastigi á bóluefnum í köldu keðjunni og verkefnið verður ekki auðveldara þegar nýtt bóluefni bætist við,“ segir Barbara Saitta hjá Læknum án landamærum í samtali við BBC. Það þurfi að bæta við búnaði í köldu keðjuna og tryggja annars konar orkugjafa ef rafmagn er af skornum skammti. „Svo þarf að vera mögulegt að gera við eða skipta út búnaðinum ef eitthvað bilar og það þarf að vera hægt að flytja bóluefnið hvert sem er,“ segir Saitta. AstraZeneca hefur gefið það út að bóluefnið sem þau séu að þróa muni ekki þurfa meiri kælingu en í venjulegri keðju, það er tvær til átta gráður. Önnur bóluefni gegn Covid-19 gætu hins vegar þurft mun meiri kælingu, eða allt að 60 gráðu frost. Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) hefur sagt að það verði stærsta áskorun flugbransans til þessa að flytja bóluefni við Covid-19 á áfangastað. Áætlað er að það þurfi 8000 Boeing 747-vélar til þess að flytja bóluefnið og hefur IATA nú þegar hafið undirbúning flutningsins í samráði við WHO og lyfjafyrirtækin. Simão, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá WHO, minnir svo á að bóluefni sé ekki eina vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þannig þurfi til að mynda líka lyf sem virka gegn Covid-19 svo lækka megi dánartíðni sjúkdómsins auk þess sem almenningur þarf að halda áfram því sem hann hefur þurft að gera undanfarna mánuði; huga að nándarreglunni (sem er í dag einn metri hér á landi), forðast mannmarga staði og passa upp á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Utanríkismál Bólusetningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent
Vísindamenn og lyfjaframleiðendur um allan heim keppast þessa dagana við að þróa og prófa bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Aldrei áður hefur verið unnið eins hratt að því að koma bóluefni á markað og stefnt er að nú og er rík áhersla lögð á að það verði aðgengilegt öllum. Þó eru uppi áhyggjur af því, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun BBC sem birt var á dögunum, að ríkari þjóðir heims muni „vinna kapphlaupið“ um bóluefni á kostnað vanþróaðri ríkja. Þá verður ekki nóg af bóluefni til að byrja með fyrir alla jarðarbúa. Í umfjöllun BBC er reynt að svara ýmsum spurningum um þróun bóluefnis við kórónuveirunni og við hverju má búast þegar það kemur loks á markað. Umfjöllun Vísis sem hér fer á eftir byggir á fyrrnefndri umfjöllun BBC og annarri til sem og fréttaskýringu The Washington Post sem er uppfærð reglulega. Hvenær megum við búast við að bóluefni komi á markað? Þúsundir einstaklinga eru nú þátttakendur í prófunum sem ganga út á það að kanna hvaða bóluefni mun vernda okkur gegn Covid-19. Ferli sem vanalega tekur allt upp í tíu ár og jafnvel enn lengur, frá fyrstu rannsóknum og þar til bóluefni er afhent, á nú aðeins að taka mánuði. Í Rússlandi er bóluefnið Sputnik V í þróun og prófunum. Yfirvöld í landinu hafa sagt að sjúklingar sem hafi fengið bóluefnið hafi sýnt merki um ónæmissvörun. Stefnt sé að því að hefja bólusetningar hjá fjölda fólks strax í október. Myndin er tekin í Rússlandi í síðustu viku þar sem verið er að bólusetja konu gegn Covid-19 með bóluefninu Sputnik V.Getty/Sefa Karacan Þá fullyrða yfirvöld í Kína að þeim hafi tekist að þróa bóluefni sem her landsins muni fá á næstunni en ýmsir hafa viðrað áhyggjur af því hversu hratt þessi bóluefni hafa verið þróuð og framleidd. Hvorugt bóluefnanna er á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) yfir þau bóluefni sem eru komin á þriðja stig prófana en á þriðja stigi eru efnin prófuð á tugum þúsunda einstaklinga. Sumir þeirra lyfjaframleiðanda sem eru komnir hvað lengst í prófunum vonast til að fá samþykki fyrir sínu bóluefni við lok þessa árs. WHO hefur aftur á móti sagt að ekki sé búist við því að bólusetning við Covid-19 verði orðin víðtæk á heimsvísu fyrr en um mitt næsta ár. Breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca, sem þróar og prófar bóluefni í samstarfi við Oxford-háskóla, hefur aukið við framleiðslugetu sína á heimsvísu og hefur samþykkt að afhenda breskum yfirvöldum 100 milljón skammta, takist að koma bóluefninu á markað. Á heimsvísu gæti fyrirtækið svo mögulega afhent tvo milljarða skammta. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech búast við að geta sótt um leyfi fyrir bóluefni sem þau eru að þróa strax í október. Verði bóluefnið samþykkt búast fyrirtækin við að framleiða allt að 100 milljón skammta fyrir árslok og mögulega meira en 1,3 milljarða skammta fyrir lok árs 2021. Þá eru hafnar klínískar rannsóknir á um fjörutíu bóluefnum til viðbótar en lyfjafyrirtækjunum mun ekki öllum takast ætlunarverk sitt. Almennt skila aðeins um 10% rannsókna og prófana á bóluefnum árangursríku bóluefni. Vonir standa þó til þess að samtakamátturinn vegna Covid-19 auki líkurnar nú. Er eitthvað alþjóðlegt bóluefnisverkefni í gangi? Já, verkefnið heitir Covax og er leitt af WHO. Því er ætlað að jafna leikinn, ef svo má að orði komast, þegar kemur að aðgengi að bóluefni. Í vikunni var það staðfest að 64 hátekjulönd, Ísland þar á meðal, taka þátt í fjármögnun verkefnisins sem hefur það að markmiði að styðja við rannsóknir á bóluefni auk þess að tryggja sanngjarna og jafna dreifingu bóluefnis þegar það er tilbúið. Alls taka 156 lönd þátt í Covax en athygli vekur að Bandaríkin eru ekki þar á meðal. Þá eru Kína og Rússland heldur ekki þátttakendur í verkefninu. Alls hafa níu framleiðendur verið valdir til þess að taka þátt í Covax og er vonast til þess að minnsta kosti einn framleiðandi komi bóluefni á markað svo búið verði að afhenda tvo milljarða skammta við lok árs 2021. „Við viljum að hlutirnir verði öðruvísi með bólusetningar gegn Covid-19,“ segir Dr Seth Berkley, forstjóri Gavi, alþjóðasamtaka um bólusetningar barna, sem taka þátt í Covax. „Ef aðeins ríkustu lönd heims eru varin fyrir veirunni þá mun áhrifa faraldursins gæta áfram á alþjóðaviðskipti og alþjóðasamfélagið í heild sinni þar sem veiran mun halda áfram að fara um heimsbyggðina,“ segir Berkley. watch on YouTube Hvað mun bóluefni kosta? Á meðan milljörðum dollara er varið í að þróun og prófanir á bóluefni er milljónum til viðbótar heitið til þess að kaupa og dreifa efninu. Það fer eftir tegund bóluefnisins, framleiðandanum og hversu margir skammtar eru pantaðir hvað hver skammtur kostar mikið. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur til dæmis sagt að hver skammtur af mögulegu bóluefni þeirra muni kosta á bilinu 32 til 37 dollara sem samsvarar um 4.400 til 5.100 krónum íslenskum á gengi dagsins í dag. AstraZeneca hefur sagt að það muni selja sitt bóluefni á kostnaðarverði á meðan heimsfaraldurinn geisar en kostnaðarverðið er nokkrir dollarar. Þá hyggst lyfjaframleiðandinn Serum Institute of India (SSI) ekki selja skammtinn af sínu bóluefni á meira en þrjá dollara, en SSI hefur fengið 150 milljónir dollara frá Gavi og góðgerðastofnun Bill og Melindu Gates til þess að framleiða og dreifa allt að 100 milljón skömmtum af bóluefni í Indlandi og lágtekjulöndum. Einnig má líta til Covax til að reyna að glöggva sig á kostnaðinum. Til dæmis kom fram í tilkynningu stjórnvalda vegna verkefnisins að framlag Íslands og Noregs hljóði upp á 7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna. Þetta jafngildir tveimur milljónum skömmtum af bóluefni sem þýðir þá að kostnaðurinn við hvern skammt er 3,5 dollarar eða um 485 krónur íslenskar. Reiknað er með því að almenningur muni í fæstum tilfellum þurfa að standa straum af kostnaðinum við bólusetningu heldur muni hið opinbera og góðgerðarsamtök greiða fyrir bóluefnið. watch on YouTube Hverjir verða bólusettir fyrst? „Hver samtök eða þjóð fyrir sig verður að ákveða hverja á að bólusetja fyrst og hvernig það verður gert,“ segir Mene Pangalos, forstjóri AstraZeneca, í samtali við BBC. Þar sem ekki verður nóg af bóluefni fyrir alla fyrst um sinn eftir að það kemur á markað er líklegt að forgangsraðað verði í þágu heilbrigðisstarfsmanna auk þess sem reynt verði að draga úr dánartíðni Covid-19. Áætlunin sem unnið er eftir nú er sú að þau ríki sem taka þátt í Covax, hvort sem um er að ræða hátekju- eða lágtekjulönd, fái nægt bóluefni til að bólusetja 3% þjóðarinnar. Það ætti að duga til þess að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem starfar í velferðarþjónustu. Þegar meira bóluefni kemur svo á markað verður væntanlega hægt að bólusetja 20% þjóðarinnar. Þá yrði forgangsraðað, að því er fram kemur í umfjöllun BBC, í þágu þeirra sem eru eldri en 65 ára og í þágu annarra viðkvæmra hópa. Eftir að allir hafa síðan fengið nægt bóluefni til þess að bólusetja 20% þjóðarinnar yrði bóluefninu dreift samkvæmt öðrum skilyrðum, meðal annars með tilliti til þess hversu berskjölduð ríki eru fyrir Covid-19 og hversu mikil ógn sjúkdómurinn er á hverjum stað. Ljóst er að fyrst þegar bóluefni kemur á markað verður ekki nóg til fyrir alla heimsbyggðina. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk í félags- og velferðarþjónustu verði bólusett fyrst.Grafík/Hjalti Dr. Mariângela Simão, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá WHO, segir nauðsynlegt að spyrna við fótunum gagnvart því sem kalla má bóluefna-þjóðernishyggju, það er að hvert og eitt ríki hugsi bara um sig og sína hagsmuni. „Áskorunin verður sú að allir hafi jafnan aðgang að bóluefni, að öll lönd hafi aðgang að bóluefni, ekki bara þau sem geta borgað meira,“ segir Simão. Þá minnir hún á að það eina sem sé öruggt er að það verði ekki nóg af bóluefni fyrir alla. Samkvæmt Gavi munu ríkari þjóðir heims geta pantað bóluefni til þess að bólusetja 10-50% þjóðarinnar. Ekkert land muni þó fá fleiri skammta en dugi til að bólusetja 20% þjóðarinnar þar til allir þátttakendur í Covax-verkefninu hafi einmitt fengið nógu marka skammta til að bólusetja 20% landsmanna. Hvernig er bóluefni dreift um heiminn? Þegar bóluefni er svo loksins tilbúið þarf að dreifa því um heiminn. Alþjóðaheilbrigðisstofnun, UNICEF og samtökin Læknar án landamæra eru með verkferla fyrir bóluefnisverkefni um allan heim en lykilatriðið í flutningi og dreifingu bóluefnis er hin svokallaða „kalda keðja“. Með köldu keðjunni er tryggt að hitastig bóluefnis haldist rétt frá verksmiðju alla leið á áfangastað. Bóluefni þurfa vanalega að vera í kæli þar sem hitastigið er á milli tvær og átta gráður. Það er ekki svo mikil áskorun í þróuðum ríkjum en getur verið mjög flókið verkefni í löndum þar sem innviðir eru veikir og ef til vill ekki að hægt að treysta á rafmagn og kælingu. Kælikeðjan svokallaða er í nokkrum skrefum. Það getur reynst mikil áskorun að halda réttu hitastigi á bóluefni í vanþróaðri ríkjum þar sem innviðir eru veikari og aðgangur að rafmagni ekki alls staðar að tryggður.Grafík/Hjalti „Það er nú þegar ein stærsta áskorunin að halda réttu hitastigi á bóluefnum í köldu keðjunni og verkefnið verður ekki auðveldara þegar nýtt bóluefni bætist við,“ segir Barbara Saitta hjá Læknum án landamærum í samtali við BBC. Það þurfi að bæta við búnaði í köldu keðjuna og tryggja annars konar orkugjafa ef rafmagn er af skornum skammti. „Svo þarf að vera mögulegt að gera við eða skipta út búnaðinum ef eitthvað bilar og það þarf að vera hægt að flytja bóluefnið hvert sem er,“ segir Saitta. AstraZeneca hefur gefið það út að bóluefnið sem þau séu að þróa muni ekki þurfa meiri kælingu en í venjulegri keðju, það er tvær til átta gráður. Önnur bóluefni gegn Covid-19 gætu hins vegar þurft mun meiri kælingu, eða allt að 60 gráðu frost. Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) hefur sagt að það verði stærsta áskorun flugbransans til þessa að flytja bóluefni við Covid-19 á áfangastað. Áætlað er að það þurfi 8000 Boeing 747-vélar til þess að flytja bóluefnið og hefur IATA nú þegar hafið undirbúning flutningsins í samráði við WHO og lyfjafyrirtækin. Simão, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá WHO, minnir svo á að bóluefni sé ekki eina vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þannig þurfi til að mynda líka lyf sem virka gegn Covid-19 svo lækka megi dánartíðni sjúkdómsins auk þess sem almenningur þarf að halda áfram því sem hann hefur þurft að gera undanfarna mánuði; huga að nándarreglunni (sem er í dag einn metri hér á landi), forðast mannmarga staði og passa upp á einstaklingsbundnar sýkingavarnir.