Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:30 Frá vettvangi í Mehamn í apríl í fyrra. TV2/Christoffer Robin Jensen Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira