Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:30 Frá vettvangi í Mehamn í apríl í fyrra. TV2/Christoffer Robin Jensen Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira