Enn á eftir að segja frá nöfnum þriggja staða sem tengjast COVID-smitum Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 18:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld bíða nú eftir áliti frá lögfræðingum sínum um það hvort þau megi nafngreina þá staði í miðborginni þar sem fólk hefur smitast af kórónuveirunni. Greint hefur verið frá nafni tveggja staða en Víðir Reynisson segir að enn eigi eftir að greina frá nöfnum þriggja staða til viðbótar. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna. Talið er líklegt að hann hafi smitast af viðskiptavini sem sótti staðinn föstudaginn 11. september. Starfsmaðurinn mætti til vinnu föstudaginn 11. september og laugardaginn 12. september. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Eru allir sem sóttu staðinn þá daga hvattir til að fara í sýnatöku. Í dag greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar, frá því að yfirvöldum væri ekki heimilt að greina frá nafni staða þar sem fólk hafði smitast. Var það ósk eigenda staðanna að nöfn þeirra yrðu ekki opinberuð. Því hefur verið haldið fram að það myndi hjálpa til við smitrakningu og við að kveða þessa þriðju bylgju faraldursins niður því þriðjungur þeirra 134 smita sem greinst hafa í vikunni er fólk sem á það sameiginlegt að hafa sótt vínveitingahús í miðborg Reykjavíkur. Víðir sagðist eiga í samtali við eigendur þessara staða um að opinbera nöfnin. Fréttastofa RÚV ræddi við forstjóra Persónuverndar sem sagði að persónuverndarlöggjöf kæmi ekki í veg fyrir að upplýst verði um staðina sem tengjast COVID-19 smitum. Almannahagsmunir og heilsa trompi viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víði Reynisson segir í samtali við Vísi að yfirvöld séu nú að bíða eftir áliti sinna lögfræðinga. Ef þeirra álit verður á sömu leið og álit forstjóra Persónuverndar verði greint frá nöfnum þessara þriggja staða sem enn á eftir að greina frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. 19. september 2020 17:43
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
Biðla til þeirra sem voru á Irishman Pub síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku Tólf þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna síðustu daga eiga það sameiginlegt að hafa sótt Irishman Pub síðastliðið föstudagskvöld. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. 17. september 2020 17:57