Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 19. september 2020 12:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03
Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43