Besta byrjun knattspyrnukonu með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira