Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:35 Víðtæk skimun er nú hafin fyrir kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk erfðagreining skimar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og heilsugæslan skimar í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira