Þingmaðurinn Helgi Hrafn með kórónuveiruna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 12:02 Helgi Hrafn er ekki fyrsti þingmaðurinn til að smitast af kórónaveirunni. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy hefur einnig fengið Covid-19. visir/hanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, greindi frá því nú rétt í þessu að hann hefur smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Helgi Hrafn sendi frá sér á Facebook-síðu sinni. „Nú flyt ég ykkur þær fréttir að ég hef greinst með COVID-19,“ segir Helgi Hrafn í upphafi tilkynningar sinnar. Hann segir að af þeirri örstuttu reynslu sem hann hafi af þessum sjúkdómi sé honum ljóst að fólk verði „hratt óttaslegið og óþreyjufullt eftir upplýsingum“. Hann minnir því á að þetta sé ferli og smitrakning taki sinn tíma. „Greiningin kom í gærkvöldi og ég hef gert lítið annað en að tala við fólk, ýmist sérfræðinga eða nákomna, sinna smitrakningu og tilflutningi í einangrun.“ Helgi Hrafn segir heilsu sína ágæta, enn sem komið er. En auðvitað verði að sjá hvað setji í þeim efnum. Helgi Hrafn segist fá heilræði frá þeim sem best þekkja til. Svo virðist sem hann hafi smitast í upphafi viku því hann segir: „Ef þið hittuð mig á mánudag eða þriðjudag og við umgengumst hvort annað í meira en 15 mínútur, og ekki hefur verið haft samband við ykkur frá smitrakningu nú þegar, getið þið haft samband við mig og ég svara eftir bestu getu. Helgi Hrafn er ekki fyrstur þingmanna til að fá kórónuveiruna. Félagi hans í Pírötum, Smári McCarthy er einn þeirra sem hafa fengið veiruna. Eftir því sem næst verður komist mun þetta ekki hafa teljandi áhrif á störf þingflokksins og Pírata. Þingið kemur ekki saman fyrr en 1. október, það er eftir tvær vikur og er gert ráð fyrir því að Helgi Hrafn verði kominn til heilsu þá. Eftir sem áður mun hann geta tekið þátt í fjarfundum sem einkennt hafa störf þingmanna að undanförnu. Helgi Hrafn víkur að þessu í pistli sínum. „Hvað varðar þingstörf, þá bendi ég á að þingið hefur ekki verið starfandi síðan 4. september, og tekur ekki til starfa aftur fyrr en 1. október. Þannig að þótt COVID-19 smit sé alltaf óheppilegt, þá er tímasetningin gagnvart þingstörfum ekki sú versta upp á smitleiðir og þingstörf að gera. Að sjálfsögðu er þó farið í einu og öllu eftir tilmælum og ráðgjöf sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að þinglokknum og starfsfólki hans, t.d. hvað varðar sóttkví. Þá er Alþingi að sjálfsögðu meðvitað um stöðuna og hefur gert viðeigandi ráðstafanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18