Leita enn uppruna þriðja afbrigðis veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 10:27 Raðgreiningar kórónuveirunnar hafa reynst mikilvægar í smitrakningu hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42