Leita enn uppruna þriðja afbrigðis veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 10:27 Raðgreiningar kórónuveirunnar hafa reynst mikilvægar í smitrakningu hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42