Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 10:30 Færeysku landsliðsmennirnir Jóannes Bjartalíð, Gilli Rólantsson, Sölvi Vatnhamar og Viljormur Davidsen fyrir leik í undankeppni EM. Getty/Linnea Rhebor Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag. Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag.
Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira