Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Hér er hún á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir er ekki orðin þrítug. Engu að síður jafnar hún íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. Sara, sem er fyrirliði landsliðsins, hefur leikið 131 A-landsleik frá því að hún spilaði þann fyrsta 16 ára gömul, sumarið 2007. Hún er tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem lék sinn síðasta landsleik 26. september 2013. „Mér líður bara ágætlega með það. Þetta eru orðnir svolítið margir leikir. En þetta er bara annað afrek og frábært að ná því,“ sagði Sara Björk við Vísi á Laugardalsvelli í dag. Sara verður þrítug síðar í þessum mánuði, og Evrópumeistarinn gæti því átt fjölda ára eftir í boltanum. En líður henni eins og hún sé orðin gömul, nú þegar metið er að falla? „Kannski stundum. En nei, nei, maður á eitthvað eftir,“ sagði Sara létt. Klippa: Sportpakkinn - Sara jafnar leikjametið Katrín hefur átt leikjametið hjá kvennalandsliðinu síðan hún náði því af Ásthildi Helgadóttur í mars 2008, með því að spila sinn 70. landsleik. Sara hefur varla misst úr landsleik á sínum ferli og var aðeins 27 ára þegar hún lék sinn hundraðasta A-landsleik. Rúnar Kristinsson er eini leikmaður karlalandsliðsins sem náð hefur hundrað leikjum, alls 104, en tíu landsliðskonur eru í 100 leikja klúbbnum og þar af eru sex sem ekki hafa lagt skóna á hilluna. Hundrað leikja klúbburinn Katrín Jónsdóttir 133 Sara Björk Gunnarsdóttir 131 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 112 Hallbera Guðný Gísladóttir 112 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Edda Garðarsdóttir 103 Rakel Hönnudóttir 102 EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er ekki orðin þrítug. Engu að síður jafnar hún íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. Sara, sem er fyrirliði landsliðsins, hefur leikið 131 A-landsleik frá því að hún spilaði þann fyrsta 16 ára gömul, sumarið 2007. Hún er tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem lék sinn síðasta landsleik 26. september 2013. „Mér líður bara ágætlega með það. Þetta eru orðnir svolítið margir leikir. En þetta er bara annað afrek og frábært að ná því,“ sagði Sara Björk við Vísi á Laugardalsvelli í dag. Sara verður þrítug síðar í þessum mánuði, og Evrópumeistarinn gæti því átt fjölda ára eftir í boltanum. En líður henni eins og hún sé orðin gömul, nú þegar metið er að falla? „Kannski stundum. En nei, nei, maður á eitthvað eftir,“ sagði Sara létt. Klippa: Sportpakkinn - Sara jafnar leikjametið Katrín hefur átt leikjametið hjá kvennalandsliðinu síðan hún náði því af Ásthildi Helgadóttur í mars 2008, með því að spila sinn 70. landsleik. Sara hefur varla misst úr landsleik á sínum ferli og var aðeins 27 ára þegar hún lék sinn hundraðasta A-landsleik. Rúnar Kristinsson er eini leikmaður karlalandsliðsins sem náð hefur hundrað leikjum, alls 104, en tíu landsliðskonur eru í 100 leikja klúbbnum og þar af eru sex sem ekki hafa lagt skóna á hilluna. Hundrað leikja klúbburinn Katrín Jónsdóttir 133 Sara Björk Gunnarsdóttir 131 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 112 Hallbera Guðný Gísladóttir 112 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Edda Garðarsdóttir 103 Rakel Hönnudóttir 102
Hundrað leikja klúbburinn Katrín Jónsdóttir 133 Sara Björk Gunnarsdóttir 131 Margrét Lára Viðarsdóttir 124 Dóra María Lárusdóttir 114 Hólmfríður Magnúsdóttir 112 Hallbera Guðný Gísladóttir 112 Fanndís Friðriksdóttir 109 Þóra Björg Helgadóttir 108 Edda Garðarsdóttir 103 Rakel Hönnudóttir 102
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16
Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00
Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17