Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2020 21:00 Fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í geiranum. Vísir/Vilhelm Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05