383 milljarða neysla ferðamanna hér á landi á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:07 Ísland hefur á undanförnum árum verið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira