383 milljarða neysla ferðamanna hér á landi á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:07 Ísland hefur á undanförnum árum verið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Heildarneysla erlendra ferðamanna hér á landi nam 383,4 milljörðum króna á síðasta ári. Svisslendingar voru gjarnastir á það að rífa upp veskið hér á landi á meðan Kínverjar voru eyðslugrannastir sé miðað við hverja gistinótt. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem teknar eru saman tölur yfir eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fram að af þessum 383 milljörðum voru útgjöld ferðamannanna til íslenskrar ferðaþjónustu 322,1 milljarður, eða um 84 prósent af heildarútgjöldum þeirra hér á landi. Önnur neysla þeirra var ýmis verslun ótengd ferðaþjónustu, 56,2 milljarðar og önnur þjónusta sem nam um fimm milljörðum króna. Í þessum tölum er stuðst við heildarneyslu ferðamanna en ekki einungis kortaveltu sem mælir aðeins hluta af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi, að því er segir á vef Landsbankans. „Sé litið á neysluútgjöld eftir þjóðerni sést að Svisslendingar eyddu langmestu á hvern ferðamann. Neysla þeirra í fyrra var 339,6 þúsund krónur á hvern ferðamann,“ segir í Hagsjánni. Þar á eftir komu Bandaríkjamenn með 210 þúsund krónur á hvern ferðamenn og þar á eftir Bretar með 191,7 þúsund. Pólverjar reka lestina með 26,6 þúsund en sú tala er skýrð með því að hluti þeirra Pólverja sem hingað koma hafa hér fasta búsetu. Neysla Kínverja á hvern ferðamenn er svo næstlægst á eftir Pólverjum en hún nemur 98,2 þúsundum. Þar á eftir koma Japanir með 123 þúsund. „Lítil neysla Kínverja skýrist ekki af því að þeir dvelji hér í mjög skamman tíma heldur fyrst og fremst af því að útgjöld þeirra hér á landi á hverja gistinótt nema einungis 21,5 þúsund krónum sem er langlægsta gildið meðal stærstu viðskiptavina íslenskrar ferðaþjónustu. Til samanburðar er meðaltalið 43 þúsund krónur og nær neysla Kínverja því ekki að vera helmingurinn af meðalneyslunni,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira