Strætóbílstjóri hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 06:30 Eiríkur Barkarson, strætóbílstjóri, hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann til lögreglu. Facebook Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C. Strætó Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C.
Strætó Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira