Strætóbílstjóri hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 06:30 Eiríkur Barkarson, strætóbílstjóri, hyggst kæra farþega sem hrækti framan í hann til lögreglu. Facebook Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C. Strætó Lögreglumál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Eiríkur Barkarson, vagnstjóri hjá Strætó, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í gær að maður sem er smitaður af HIV og lifrarbólgu C hrækti framan í hann. Eiríkur segir í samtali við Vísi að hann ætli að kæra manninn til lögreglu. Eiríkur, sem ók leið 14, var á Hlemmi um klukkan 17:30 í gær þegar þrír karlmenn í annarlegu ástandi komu inn í vagninn. „Þeir ætluðu að reyna að fá frítt inn, allir þrír, en það var bara einn sem var með þessi leiðindi, hinir reyndu nú að draga úr honum. En hann tók sér góðan tíma í að tína klinkið í baukinn og hann ætlar sér greinilega ekkert að borga fyrir hina tvo. Ég neita hinum um að koma og þá er hann með einhverja stæla en biður um skiptimiða,“ segir Eiríkur. Hann lét manninn fá skiptimiða og hélt að þremenningarnir myndu þá fara út. „En þá lét hann vin sinn fyrir aftan fá skiptimiðann og segir honum að fara inn á honum en þá stend ég upp og segi við þá að koma sér bara út, allir. Þetta var bara komið gott.“ Maðurinn reyndi að lemja til Eiríks sem lýsir því að hinir tveir mennirnir sem voru með honum hafi stoppað hann af. Maðurinn hafi hins vegar náð að hrækja framan í Eirík fram hjá plexigleri sem komið hefur verið upp í strætisvögnum vegna kórónuveirufaraldursins. Glerið skilur þannig að bílstjóra og farþega. Eiríkur segir að þremenningarnir hafi síðan farið burt. Hann kallaði þá til lögreglu sem fann mennina hinu megin við hornið, á Háspennu við Hlemm. Aldrei lent í öðru eins í starfi sínu sem vagnstjóri Að sögn Eiríks sagði lögreglan honum að mennirnir þrír væru allir góðkunningjar lögreglunnar. Þeir væru allir smitaðir af HIV og lifrarbólgu C og þar sem Eiríkur hefði fengið hráka í augað þyrfti hann að fara strax upp á bráðamóttöku í blóðprufu. Eiríkur var nýkominn af bráðamóttökunni í gærkvöldi þegar Vísir náði tali af honum. Hann segir að niðurstaða úr blóðprufunni liggi fyrir eftir nokkra daga en samkvæmt því sem honum var tjáð á spítalanum eru hverfandi líkur á að smitast með munnvatni af HIV og lifrarbólgu C. Það er í samræmi við upplýsingar á vef landlæknis um smitleiðir þessara sjúkdóma þar sem segir að lifrarbólga C smitist fyrst og fremst við blóðblöndun og að HIV geti smitast þegar HIV-smitað blóð, sæði eða leggangaslím komist inn í blóðrás ósmitaðs einstaklings. Eiríkur eigi hins vegar að koma í blóðprufu aftur eftir þrjá mánuði til að fullvissa sig um að hann hafi ekki smitast. Aðspurður hvernig honum líði segir hann að hann hafi verið í miklu sjokki fyrst, sérstaklega eftir að hafa heyrt frá lögreglu að maðurinn væri smitaður af HIV og lifrarbólgu C. Hann sé hins vegar orðinn rólegur núna og eigi vakt aftur hjá Strætó á miðvikudaginn sem hann hyggst mæta á. Eiríkur hefur keyrt strætó í nokkur ár en kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. Þá segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi að svona nokkuð sé ekki algengt þótt að starfi vagnstjórans fylgi því miður oft mikið áreiti. Hann segir að Eiríki bjóðist áfallahjálp eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vef landlæknis um smitleiðir HIV og lifrarbólgu C.
Strætó Lögreglumál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira