Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hefur tjáð sig um það sem sagt var í Pepsi Max Stúkunni fyrr í kvöld. Þar var sagt að Arnar myndi ekki halda áfram með liðið sama hvernig færi í sumar. Arnar hefur nú tekið fyrir það og sagt að málin verði rædd að tímabili loknu.
„Langar að taka það skýrt fram að ekkert hefur verið ákveðið enn með framhaldið á mínum störfum hjá KA. Markmið að setjast niður á næstunni til að ræða framhaldið,“ segir Arnar á Twitter-síðu sinnu.
Langar að taka það skýrt fram að ekkert hefur verið ákveðið enn með framhaldið á mínum störfum hjá KA. Markmið að setjast niður á næstunni til að ræða framhaldið. @GummiBen
— Arnar Gretarsson (@ArnarGretars) September 14, 2020
KA er sem stendur í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með 14 stig. Liðið vann góðan 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og kom sér þar með töluvert frá fallsvæðinu. Aðeins þrjú stig eru í Víkinga sem sitja í 7. sæti deildarinnar.