Telur brottvísun barnanna stangast á við stjórnarskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 18:11 Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur réttast að mál, líkt og mál egypsku fjölskyldunnar, skuli meta út frá því hvað sé best fyrir börnin, ekki út frá forsendum foreldra og forsjármanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16
Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent