Telur brottvísun barnanna stangast á við stjórnarskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 18:11 Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur réttast að mál, líkt og mál egypsku fjölskyldunnar, skuli meta út frá því hvað sé best fyrir börnin, ekki út frá forsendum foreldra og forsjármanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að skoða eigi hvort egypska fjölskyldan sem vísa á úr landi á miðvikudag geti fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Fordæmi séu fyrir því en hún telur stjórnvöld ekki beita því úrræði nógu oft. Þá telur hún brottvísun barnanna, sem eru fjögur, vera brot á stjórnarskrá landsins. Helga Vala bendir á, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, að samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skuli börnum tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. „Við erum auðvitað skuldbundin að mörgu leiti til að taka sérstakt tillit til barna. Það hefur auðvitað verið vísað mikið í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi og þar segir að það sem er barni fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar stjórnvöld eru að gera ráðstafanir er varða börn,“ segir Helga. „Ég vil benda stjórnvöldum, dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, sem er nú harla ósýnilegur þessa dagana, og forsætisráðherra á það að stjórnarskráin okkar sem eru okkar æðstu lög í landinu beinlínis veita börnum, umfram aðra þjóðfélagshópa, sérstaka vernd.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, hefur sent inn beiðni til velferðarnefndar Alþingis að taka mál fjölskyldunnar til umfjöllunar og grípi inn í. Hann bendir á í bréfi sínu til nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, að brottvísun fjölskyldunnar feli í sér yfirvofandi stjórnarskrárbrot á grundvelli 76. greinar stjórnarskrár Íslands. Önnur almenn lög geti því ekki vikið þessari reglu úr sessi. „Mér finnst ómannúðlegt að senda lítil börn út í fullkomna óvissu, í bráðahættu og óvissu með hvað verður um þau og þeirra foreldra og forsjáraðila. Það er það sem mér finnst ómannúðlegt af íslenskum stjórnvöldum að ætla að gera og finnst eiginlega óforsvaranlegt að forsætisráðherra telji sig ekki bera eina einustu ábyrgð á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðar þó að málaflokkurinn heyri nú ekki undir hana,“ segir Helga Vala. Hún telur að í málum sem þessum þurfi að meta málið út frá börnunum, ekki foreldrunum eins og gert er í dag. Rannsaka þurfi hvort þeim sé fyrir bestu að vera send úr landi og ef svo er ekki eigi að leifa foreldrunum að vera hér á grundvelli barnanna. „Það sem mér finnst að eigi að gera er að veita þeim [börnum] sérstaklega umönnun og vernd, að það sé sérstaklega þannig að hafið sé yfir allan vafa að óhætt sé að senda þau út í heim á ný,“ segir Helga. „Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar farið þveröfuga leið, þau hafa farið þá leið að skoða hvort þessum fullorðna einstaklingi sé mögulega óhætt að fara út í algera óvissu, pólitískar ofsóknir, efnahagslega óvissu, ekkert heimili, ekkert fyrirséð hvar viðkomandi á að dvelja eins og þegar verið er að senda viðkomandi til baka til Evrópu og svo framvegis. Og á eftir á segja svo að þetta sé börnunum fyrir bestu, að fylgja foreldrum sínum. Ég myndi horfa á þetta akkúrat öfugt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Stjórnarskrá Börn og uppeldi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16 Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. 14. september 2020 12:16
Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 16:58
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52