Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sjávar­út­vegs­dagurinn – Aldan stigin

Atli Ísleifsson skrifar
Fjármála- og efnahagsráðherra mun halda ávarp.
Fjármála- og efnahagsráðherra mun halda ávarp. SFS

Sjávarútvegsdagurinn er haldinn í dag en yfirskriftin að þessu sinni er Aldan stigin. Dagskráin hefst klukkan 8:30 og er hægt að fylgjast með henni í spilaranum að neðan. Áætlað er að fundurinn standi til klukkan 10.

Dagurinn í  haldinn í samstarfi við Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins

„Sem fyrr mun Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fara yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja fyrra árs og einnig rekstur eldisfyrirtækja. Þá verða stuttir fyrirlestrar og ávarp frá fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir í tilkynningu.

Hægt er að fylgjast með dagskránni í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

Dagskrá Sjávarútvegsdagsins:

  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte
  • Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð
  • Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS





Fleiri fréttir

Sjá meira


×