Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2020 21:19 Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Stöð 2 Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00