Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2020 20:30 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og stjórnarmaður í Ferðaklasanum og hjá Íslandsstofu. Vísir Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35
Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55