Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 12:30 Krambúðin á vegum Samkaupa er á Flúðum en heimamenn þar og bændur og búalið í nágrenninu fara helst ekki inn í verslunin vegna þess hvað verðið á vörunum er hátt. Sömu sögu er að segja með sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Heimamenn vilja helst fá Nettó verslun á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax.
Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira