Stjórnvöld skoða sérstaka útfærslu á ferðamennsku Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Frá því reglum var breytt við landamærin hinn 19. ágúst og allir sem koma til landsins skikkaðir í tvær sýnatökur með sóttkví í fimm daga á milli þeirra, hafa komið um eitt þúsund manns til landsins á degi hverjum. Á annasömustu sumardögunum í fyrra komu yfir fjörtíu þúsund manns á dag til landsins. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en vaxandi vonleysis er farið að gæta hjá ferðaþjónustunni. Forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en einn á landamærunum sem bíður mótefnamælingar. Fjöldi fólks í sóttkví og einangrun er svipaður og undanfarna daga og enn er einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í dag eins og áður að fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis og framlengdi tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli í dag.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra framlengdi í dag þær aðgerðir sem gilt hafa á landamærunum frá 19. ágúst um þrjár vikur. Þá stytti hún þann tíma sem fólk sem smitast inanlands þarf að vera í sóttkví úr tveimur vikum í eina að undangenginni sýnatöku í lok sóttkvíar. Hún segir aðgerðirnar á landamærunum nauðsnlegar og þær hafi virkað. „Þær sýna það. Við erum að ná tökum á faraldrinum hér innanlands. Ég held að öllum sem búa hér innanlands sé það ljúft og ánægjulegt að við skulum vera farin að sjá ástand sem er nær því sem við sáum þegar lífið gekk sinn vanagang hér innanlands. Þannig að það er auðvitað árangur sem við erum að ná vegna þess að við gripum til þessara ráðstafana á landamærum,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir segir til skoðunar með ferðaþjónustunni að heimila sérútfærða ferðamennsku með sóttvarnatakmörkunum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðirnar hér hófstiltar miðað við mörg önnur nágrannaríki en nauðsynlegar vegna þess að faraldurinn sé í vexti víða um heim. Frumskylda stjórnvalda sé að verja líf og heilsu fólks. En með árangri við landamærin verði vonandi hægt að slaka á hömlum innanlands. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki bara bein áhrif á þá sem eru að ferðast eða myndu vilja ferðast. Hann hefur haft áhrif á efnahagslíf alls heimsins, meðal annars hér á Íslandi. Þannig hefur Seðlabankinn ákveðið að selja allt að 240 milljónir evra fram til áramóta til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn en krónan hefur látið mjög undan síga frá því faraldurinn hófst. Forsætisráðherra segir hagræna greiningu á áhrifunum faraldursins liggja fyrir í næstu viku. „Og síðan erum við auðvitað í samtali við ferðaþjónustuna um að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar. Sem við getum þá nýtt til að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en vaxandi vonleysis er farið að gæta hjá ferðaþjónustunni. Forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en einn á landamærunum sem bíður mótefnamælingar. Fjöldi fólks í sóttkví og einangrun er svipaður og undanfarna daga og enn er einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í dag eins og áður að fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis og framlengdi tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli í dag.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra framlengdi í dag þær aðgerðir sem gilt hafa á landamærunum frá 19. ágúst um þrjár vikur. Þá stytti hún þann tíma sem fólk sem smitast inanlands þarf að vera í sóttkví úr tveimur vikum í eina að undangenginni sýnatöku í lok sóttkvíar. Hún segir aðgerðirnar á landamærunum nauðsnlegar og þær hafi virkað. „Þær sýna það. Við erum að ná tökum á faraldrinum hér innanlands. Ég held að öllum sem búa hér innanlands sé það ljúft og ánægjulegt að við skulum vera farin að sjá ástand sem er nær því sem við sáum þegar lífið gekk sinn vanagang hér innanlands. Þannig að það er auðvitað árangur sem við erum að ná vegna þess að við gripum til þessara ráðstafana á landamærum,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir segir til skoðunar með ferðaþjónustunni að heimila sérútfærða ferðamennsku með sóttvarnatakmörkunum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðirnar hér hófstiltar miðað við mörg önnur nágrannaríki en nauðsynlegar vegna þess að faraldurinn sé í vexti víða um heim. Frumskylda stjórnvalda sé að verja líf og heilsu fólks. En með árangri við landamærin verði vonandi hægt að slaka á hömlum innanlands. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki bara bein áhrif á þá sem eru að ferðast eða myndu vilja ferðast. Hann hefur haft áhrif á efnahagslíf alls heimsins, meðal annars hér á Íslandi. Þannig hefur Seðlabankinn ákveðið að selja allt að 240 milljónir evra fram til áramóta til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn en krónan hefur látið mjög undan síga frá því faraldurinn hófst. Forsætisráðherra segir hagræna greiningu á áhrifunum faraldursins liggja fyrir í næstu viku. „Og síðan erum við auðvitað í samtali við ferðaþjónustuna um að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar. Sem við getum þá nýtt til að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent