Titillinn stoppar stutt í Liverpool samkvæmt spá ofurtölvunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 09:00 Það er eins gott að biðja til æðri máttarvalda því ofurtölvan hefur talað. Liverpool Brassarnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker fagna með Englandsbikarinn í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni) Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage. Að venju hefur ofurtölvan spáð fyrir um öll úrslit tímabilsins og um leið reiknað út líklegustu lokastöðuna í vor. Liverpool liðið vann ensku úrvalsdeildina með átján stigum á síðasta tímabili en það forskot á hin liðin í deildinni er ekki nóg í spálíkaninu fyrir 2020-21 tímabilið. Manchester City hefur bætt við sig leikmönnum eins Nathan Ake og Ferran Torres en á sama tíma hefur verið mjög lítið að frétta í leikmannamálum Liverpool liðsins. Jürgen Klopp hefur ekki enn náð að kaupa leikmann sem er líklegur til að breyta einhverju fyrir liðið í vetur. Liðið tapaði á móti Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn og margir eru á því að ensku meistararnir þurfi liðstyrk þrátt fyrir gengið frábæra á 2019-20 tímabilinu. 4th - Manchester United 6th - Tottenham 13th - Leeds United 19th - West Ham The super computer is officially back! This time, it's predicted the final 2020/21 Premier League table... https://t.co/Wu5eet7yAT— SPORTbible (@sportbible) September 10, 2020 Ofurtölvan er sammála þeirri gagnrýni um að Liverpool þurfi að gera meira til þess að halda enska meistaratitlinum hjá sér á Anfield annað árið í röð. Liverpool er þó spáð öðru sætinu á undan Chelsea. Chelsea hefur unnið yfirburðasigur á leikmannamarkaðnum í sumar enda búið að bæta við sig mörgum spennandi leikmönnum. Leikmenn eins og þeir Hakim Ziyech, Timo Werner, Ben Chilwell, Malang Sarr, Thiago Silva og Kai Havertz spila fyrir Frank Lampard á komandi tímabili. Manchester United er síðan síðasta liðið til að ná Meistaradeildarsæti og Arsenal tekur síðan fimmta sætið á undan nágrönnum sínum í Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa bætt við miklu inn á miðjuna hjá sér en það dugar þó bara í níunda sætið. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley munu rétt sleppa við fall. Liðin sem er spáð falli eru Fulham, West Ham og West Brom. Nýliðar Leeds United komst ekki upp í efri hlutann en er spáð þrettánda sætinu á langþráðu tímabili sínu meðal þeirra bestu. Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Lokastaðan samkvæmt útreikningum ofurtölvunnar: 1. Manchester City (Meistaradeildarsæti) 2. Liverpool (Meistaradeildarsæti) 3. Chelsea (Meistaradeildarsæti) 4. Manchester United (Meistaradeildarsæti) 5. Arsenal (Evrópudeildarsæti) 6. Tottenham 7. Wolves 8. Leicester City 9. Everton 10. Southampton 11. Sheffield United 12. Newcastle 13. Leeds 14. Brighton 15. Crystal Palace 16. Aston Villa 17. Burnley 18. West Brom (Fall úr deildinni) 19. West Ham (Fall úr deildinni) 20. Fulham (Fall úr deildinni)
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira