Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2020 10:25 Breska pressan heldur því fram að ensku landsliðsmennirnir hafi haft vitorðsmenn í hópi starfsmanna hótelsins, sem hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkum inn til þeirra. Hótelstjórinn vísar því alfarið á bug. getty/mike egerton/stöð 2 Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi í því að starfsmaður hótelsins hafi þegi greiðslu fyrir að hleypa íslenskum stúlkum inn til að hitta ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood eftir landsleik Íslands og Englands. Málið hefur tröllriðið fjölmiðlum en landsliðsmennirnir hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnarlög og þeim hefur verið vikið úr landsliðinu með skömm. Enskar fótboltabullur taka því ekki létt og hefur reiði þeirra meðal annars beinst að hinum íslensku stúlkum sem hafa mátt sæta opinberri smánun á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Enska landsliðið veit að þetta er rangt Nýjasta nýtt er svo frétt sem The Sun birtir þar sem því er haldið fram að starfsmaður hótelsins hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkunum á fund landsliðsmannanna. Hinn óþekkti hótelstarfsmaður sé þannig samsekur, vitorðsmaður í því að brjóta sóttvarnarlög. Daily Mail tekur málið upp en Ingibjörg segir þetta staðlausa stafi í samtali við Vísi; hún vísar þessu á bug. Spurð hvernig hún geti fullyrt það segir hún það einfaldlega svo vera að á Sögu eins og á öðrum hótelum séu einungis fáir starfsmenn eftir og þeir sem þar eru séu starfsmenn til fjölda ára. „Þannig er bara ekki okkar kúltúr. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál,“ segir Ingibjörg. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt .“ Enska pressan hefur farið hamförum vegna málsins. The Sun heldur því fram að starfsmaður hótelsins hafi fengið greitt fyrir að koma stúlkunum inn á hótelið en hótelstjórinn segir það hins vegar vera hið mesta rugl.skjáskot Ingibjörg segir þetta mikla æsifréttamennsku sem enska pressan býður uppá um málið. Hún segir að enskir blaðamenn hafi reynt að hafa samband, potast eins og hægt er, eins og Ingibjörg orðar það hún hefur ekki veitt þeim viðtal. Hún vonast til þess að æsifréttamennskan á Íslandi sé ekki eins mikil og á Bretlandseyjum. Virðir trúnað við sína gesti Þrátt fyrir allt þetta vill Ingibjörg þó ekki meina að þessu máli öllu hafi fylgt mikið álag. „Nei, alls ekki. Þetta var dásamlegt að fá að hafa enska landsliðið hjá okkur. Öll samskipti gengu vel þó að þetta hafi endað svona.“ En, þú metur það þá svo að þetta sé ekki óþægilegt fyrir Hótelið eða komi ykkur illa? „Nei, ég tel það ekki vera. Auðvitað er öll umfjöllun, ef hún er ósanngjörn, erfið. Og þá verður maður leiður yfir henni. En þegar maður veit hvað er rétt þá er maður tiltölulega rólegur yfir því.“ En hvernig komust stúlkurnar þá inn á hótelið? „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru. En þetta er algerlega út takti við okkar kúltúr, þetta sem verið er að halda fram,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Fjölmiðlar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi í því að starfsmaður hótelsins hafi þegi greiðslu fyrir að hleypa íslenskum stúlkum inn til að hitta ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood eftir landsleik Íslands og Englands. Málið hefur tröllriðið fjölmiðlum en landsliðsmennirnir hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnarlög og þeim hefur verið vikið úr landsliðinu með skömm. Enskar fótboltabullur taka því ekki létt og hefur reiði þeirra meðal annars beinst að hinum íslensku stúlkum sem hafa mátt sæta opinberri smánun á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Enska landsliðið veit að þetta er rangt Nýjasta nýtt er svo frétt sem The Sun birtir þar sem því er haldið fram að starfsmaður hótelsins hafi þegið greiðslu fyrir að hleypa stúlkunum á fund landsliðsmannanna. Hinn óþekkti hótelstarfsmaður sé þannig samsekur, vitorðsmaður í því að brjóta sóttvarnarlög. Daily Mail tekur málið upp en Ingibjörg segir þetta staðlausa stafi í samtali við Vísi; hún vísar þessu á bug. Spurð hvernig hún geti fullyrt það segir hún það einfaldlega svo vera að á Sögu eins og á öðrum hótelum séu einungis fáir starfsmenn eftir og þeir sem þar eru séu starfsmenn til fjölda ára. „Þannig er bara ekki okkar kúltúr. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál,“ segir Ingibjörg. „Þetta er ekki rétt. Ég segi ekki meira. En enska landsliðið veit að þetta er ekki rétt .“ Enska pressan hefur farið hamförum vegna málsins. The Sun heldur því fram að starfsmaður hótelsins hafi fengið greitt fyrir að koma stúlkunum inn á hótelið en hótelstjórinn segir það hins vegar vera hið mesta rugl.skjáskot Ingibjörg segir þetta mikla æsifréttamennsku sem enska pressan býður uppá um málið. Hún segir að enskir blaðamenn hafi reynt að hafa samband, potast eins og hægt er, eins og Ingibjörg orðar það hún hefur ekki veitt þeim viðtal. Hún vonast til þess að æsifréttamennskan á Íslandi sé ekki eins mikil og á Bretlandseyjum. Virðir trúnað við sína gesti Þrátt fyrir allt þetta vill Ingibjörg þó ekki meina að þessu máli öllu hafi fylgt mikið álag. „Nei, alls ekki. Þetta var dásamlegt að fá að hafa enska landsliðið hjá okkur. Öll samskipti gengu vel þó að þetta hafi endað svona.“ En, þú metur það þá svo að þetta sé ekki óþægilegt fyrir Hótelið eða komi ykkur illa? „Nei, ég tel það ekki vera. Auðvitað er öll umfjöllun, ef hún er ósanngjörn, erfið. Og þá verður maður leiður yfir henni. En þegar maður veit hvað er rétt þá er maður tiltölulega rólegur yfir því.“ En hvernig komust stúlkurnar þá inn á hótelið? „Það er trúnaðarmál, hvernig þær komust inn. Við höldum trúnað við gestina okkar, sama hverjir þeir eru. En þetta er algerlega út takti við okkar kúltúr, þetta sem verið er að halda fram,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Fjölmiðlar Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Helga Vala Helgadóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir rísa upp ungu konunum til varnar og biðja fólk að slaka á í hinni opinberu smánun. 8. september 2020 10:06
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Ensku ungstirnin á forsíðum enskra fjölmiðla: „Heimskur og heimskari“ Það kom ekki mikið á óvart að ungstirnin Phil Foden og Masen Greenwood hafi verið á forsíðum margra enska fjölmiðla eftir skandalinn sem komst upp í gær. 8. september 2020 06:34