Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íþróttadeild skrifar 8. september 2020 20:59 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki sínu í kvöld með fyrirliðanum Ara Frey Skúlasyni. AP/Francisco Seco B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn