Tveir til viðbótar úr enska landsliðshópnum voru næstum því úr leik eftir æfingu enska landsliðsins í Laugardalnum í gær.
Englendingar voru örugglega fegnir að komast í burtu frá Íslandi í gær eftir að hafa rétt marið vængbrotið íslenskt landslið á laugardaginn og þurft síðan að henda tveimur ungstirnum úr hópnum eftir brot á sóttvarnarreglum.
Enska landsliðið æfði á Laugardalsvellinum áður en liðið flaug til Kaupmannahafnar seinni partinn.
Ensku landsliðsmennirnir Danny Ings og Kieran Trippier eru báðir sagðir leikfærir á móti Dönum þrátt fyrir skrautlegt samstuð á æfingu á Laugardalsvellinum.
Sky Sports sýndi myndband af samstuðinu á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Danny Ings and Kieran Trippier are both fit for England tonight despite a nasty clash in training on Monday
— Sky Sports (@SkySports) September 8, 2020
More: https://t.co/j3ut3l7diN pic.twitter.com/uCbsODoKTU
Þeir Danny Ings og Kieran Trippier voru í sprettæfingu en einhver misskilningur kom upp þannig að þeir hlupu á hvor annan. Það lítur út fyrir að Danny Ings hafi verið sökudólgurinn með því að hlaupa í vitlausa átt.
Ings og Trippier fundu örugglega vel fyrir þessu en varð að öðru leyti ekki meint af þessum samstuði.