Opið bréf til norrænna þingmanna um norrænt samstarf um vinnumarkað og velferð Valgerður Pálmadóttir skrifar 8. september 2020 14:00 Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Svíþjóð Félagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun