Southgate segir allt öðruvísi að mæta Danmörku en Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 19:00 Gareth Southgate þakkar Guðlaugi Victori Pálssyni fyrir leikinn á Laugardalsvelli á laugardag. VÍSIR/GETTY Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, þurfti að bregðast skjótt við í morgun eftir að í ljós kom að Mason Greenwood og Phil Foden hefðu brotið sóttkvíarreglur á Íslandi. „Ég fékk þær upplýsingar í morgun að því miður hefðu tveir strákanna brotið Covid-reglurnar varðandi okkar örugga, lokaða umhverfi. Við urðum því að ákveða mjög fljótt að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu, færu ekki með á æfingu, og að í ljósi þeirra tilmæla sem við þurfum að fara eftir þyrftu þeir að ferðast heim til Englands með annarri leið en við hinir,“ sagði Southgate við fjölmiðlamenn. Southgate er nú farinn til Danmerkur með sitt lið, án tvíeykisins unga sem var sent heim til Englands, en Danmörk og Englands eigast við annað kvöld á sama tíma og Belgía og Ísland. Danmörk tapaði 2-0 á heimavelli gegn Belgíu á laugardag. England vann þá 1-0 sigur gegn mjög varnarsinnuðu liði Íslands en Southgate reiknar með sókndjarfari mótherjum í Kaupmannahöfn: „Já, þetta verður allt öðruvísi leikur. Danir áttu mjög góðan leik gegn Belgíu og ég tel þá hafa verið mjög óheppna að tapa leiknum. Þeir pressuðu af ákefð, eiga leikmenn sem eru mjög góðir með boltann, og þetta verður ólík prófraun fyrir okkar varnarleik. Við munum líka þurfa að eiga við mjög góða varnarmenn en það verður meira pláss til að vinna með vegna þess hvernig Danmörk spilar. Ísland varðist augljóslega mjög aftarlega, sem var skynsamlega gert, en Danmörk mun koma framar gegn okkur og það verður meira pláss til að sækja í,“ sagði Southgate. Klippa: Southgate í viðtali eftir Íslandsdvöl Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, þurfti að bregðast skjótt við í morgun eftir að í ljós kom að Mason Greenwood og Phil Foden hefðu brotið sóttkvíarreglur á Íslandi. „Ég fékk þær upplýsingar í morgun að því miður hefðu tveir strákanna brotið Covid-reglurnar varðandi okkar örugga, lokaða umhverfi. Við urðum því að ákveða mjög fljótt að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu, færu ekki með á æfingu, og að í ljósi þeirra tilmæla sem við þurfum að fara eftir þyrftu þeir að ferðast heim til Englands með annarri leið en við hinir,“ sagði Southgate við fjölmiðlamenn. Southgate er nú farinn til Danmerkur með sitt lið, án tvíeykisins unga sem var sent heim til Englands, en Danmörk og Englands eigast við annað kvöld á sama tíma og Belgía og Ísland. Danmörk tapaði 2-0 á heimavelli gegn Belgíu á laugardag. England vann þá 1-0 sigur gegn mjög varnarsinnuðu liði Íslands en Southgate reiknar með sókndjarfari mótherjum í Kaupmannahöfn: „Já, þetta verður allt öðruvísi leikur. Danir áttu mjög góðan leik gegn Belgíu og ég tel þá hafa verið mjög óheppna að tapa leiknum. Þeir pressuðu af ákefð, eiga leikmenn sem eru mjög góðir með boltann, og þetta verður ólík prófraun fyrir okkar varnarleik. Við munum líka þurfa að eiga við mjög góða varnarmenn en það verður meira pláss til að vinna með vegna þess hvernig Danmörk spilar. Ísland varðist augljóslega mjög aftarlega, sem var skynsamlega gert, en Danmörk mun koma framar gegn okkur og það verður meira pláss til að sækja í,“ sagði Southgate. Klippa: Southgate í viðtali eftir Íslandsdvöl
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59