Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 18:00 Erik Hamrén á blaðamannafundinum í Belgíu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti