Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 18:00 Erik Hamrén á blaðamannafundinum í Belgíu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. „Belgar eru efstir á heimslistanum. Við erum númer 39. Ef að við spilum við lið sem er 40 sætum fyrir neðan okkur þá reikna allir með því að við vinnum, svo að ég held að það reikni allir með því að Belgar vinni á morgun,“ segir Hamrén. „Við vitum að ef við stöndum okkur virkilega vel þá eigum við möguleika á að ná góðum úrslitum, en ef við stöndum okkur illa töpum við og gætum tapað mjög illa. Í því felst stóra bilið á milli okkar og Belgíu. En við hlökkum til að spila leikinn, og að mæta Belgíu sem ég tel eitt líklegasta liðið til að vinna EM á næsta ári,“ segir Hamrén. Engir íslenskir fjölmiðlamenn voru á fundinum sem er afar óvenjulegt, nánast fordæmalaust, en þar ráða kvaðir vegna kórónuveirufaraldursins miklu. „Eða er þeim bara sama um íslenska landsliðið?“ spyr belgískur blaðamaður, en Hamrén fullvissar hann um að það sé síður en svo rétt. Ísland og Belgía mættust einnig í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum þar sem Belgar unnu af öryggi í báðum leikjum. „Við erum með frekar breytt lið núna vegna þess að við erum án nokkurra leikmanna, af ólíkum ástæðum. En við áttum mjög góðan leik gegn Englandi, sýndum góða liðsframmistöðu og strákarnir áttu meira skilið en að tapa þeim leik. Mér fannst við líka standa okkur ágætlega gegn Belgum í Þjóðadeildinni síðast, en þeir eru með virkilega gott lið og við töpuðum báðum leikjum, 2-0 hérna og 3-0 á Íslandi. Ég býst við að þeir séu mun sigurstranglegri en ég vona og við ætlum okkur að standa okkur vel eins og gegn Englandi,“ segir Hamrén. Stutt fyrir Ara að fara heim „Þetta er mótsleikur og við reynum alltaf að vinna, jafnvel í vináttulandsleikjum. En við getum alveg verið hreinskilin með það að mikilvægustu leikirnir fyrir okkur þetta haust eru í október og nóvember, í umspilinu. Við viljum fara á EM og þarna er okkar möguleiki,“ segir Hamrén. Fyrst Ari Freyr Skúlason var á fundinum má fastlega gera ráð fyrir því að hann spili á morgun eftir að hafa verið á varamannabekknum gegn Englandi á laugardaginn. Ari er einmitt leikmaður Oostende í Belgíu og hefur leikið í landinu frá árinu 2016. „Já, það er ekki langt fyrir mig að fara heim,“ segir Ari léttur. „Vonandi eigum við góðan leik gegn liði númer eitt í heiminum. Við vitum hverjir styrkleikar þeir eru en þetta snýst um hvernig við spilum og bregðumst við eftir mjög góða frammistöðu gegn Englandi. Hvernig við byggjum ofan á þetta fyrir komandi leiki,“ segir Ari. Klippa: Hamrén og Ari á blaðamannafundi í Belgíu
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14