„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2020 14:26 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélagi Íslands vegna mistaka við greiningu. Vísir/Egill Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Krabbameinsfélagið stendur við fyrri fullyrðingar um að loka Leitarstöðinni umsvifalaust ef gögn frá Sjúkratryggingum Íslands gefa til kynna að gæðakerfi stöðvarinnar uppfylli ekki viðmið Evróputilskipana líkt og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sagði í Kastljósþætti í lok síðustu viku. Krabbameinsfélaginu hefur ekki borist nein gögn frá Sjúkratryggingum þrátt fyrir að félagið hafi farið fram á afhendingu þeirra og gefið til þess frest til hádegis í dag. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga. „Ég spyr mig hvar er auðmýktin í þessu máli? Síðustu dagar hafa einkennst af varnarviðbrögðum sem snúast hálfpartinn um að kenna öðrum um. Mér finnst það ekki eiga við og mér finnst það algert ábyrgðarleysi, eins og staðan er í dag, að ætla að skorast undan ábyrgð með því að hóta því að loka leitarstöðinni. Auðvitað er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda ef af slíku verður. Mér finnst að menn eigi bara að taka á vandanum og vinna sig úr honum með faglegum hætti en ekki að lýsa því yfir að þeir ætli að gera hitt og þetta ef eitthvað annað gerist ekki. Mér finnst vanta mikla auðmýkt í þetta mál af hálfu Krabbameinsfélagsins núna síðustu daga.“ Sævar segir viðbrögð Krabbameinsfélagsins bæta gráu ofan á svart. Margar konur séu undir miklu álagi vegna málsins, þar á meðal umbjóðandi hans sem er með ólæknandi krabbamein eftir mistök við greiningu. „Það er þyngra en tárum taki að takast á við þetta mál og afleiðingar þess og það bætir ekki úr skák að sá sem á að bera ábyrgðina er að auka á álagið. Og auðvitað er það spurning hvernig konum líður sem þurfa að fá úrlausn sinna mála. Ég get ímyndað mér að þeim líði alveg skelfilega og það er ábyrgðarhluti af hálfu Krabbameinsfélagsins að bregðast við með þeim hætti að það sé verið að auka álag og vanlíðan hjá fólki.“ Sævar kveðst hafa fengið hátt í tuttugu fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna rétt sinn. Í þremur til fimm tilfellum sé Sævar að kanna hvort tilefni sé til að fara með málin lengra. Hafa fjölskyldur kvenna sem hafa fallið frá líka haft samband við þig? „Já, allavega í tveimur til þremur tilvikum.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24 Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Umhugsunarefni að félagasamtök sinni heilbrigðisþjónustu Heilbrigðiseftirlitið harmar þau mistök sem hafa átt sér stað hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Embætti landlæknis muni á næstunni skila tillögum til úrbóta. 6. september 2020 19:24
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58